Fjölmiðlarýnir kom víða við á árinu en hér eru fimm mest lesnu pistlar ársins.

1. Einkennalaus bleikur fíll á leið í sóttkví

Ár landsmanna hófst í ströngum Covid-19 samkomutakmörkunum. Fjölmiðlarýnir spurði hvers vegna fjölmiðlar leituðu ekki álits stjórnmálamanna á fullyrðingum fulltrúa almannavarnayfirvalda um að allir Íslendingar mættu eiga von á því að lenda í stofufangelsi vegna sóttvarnaaðgerða á næstu vikum.

2. Skýrslan um moldviðrið

Töluvert var fjallað um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna í fjölmiðlum. Af lestri skýrslunnar mátti ráða að salan hafi í stórum dráttum gengið ágætlega en framkvæmdin var þó ekki fullkomin. „Eigi að síður reyna margir áfram að tortryggja málið og á stundum má sjá lítinn mun á hvort fjölmiðlafólk eða stjórnarandastæðingar á þingi séu að verki í þeim efnum,“ sagði í pistlinum.

3. Ríkisútvarpið brýtur eigin reglur

Spurt var hvers vegna Ríkisútvarpið hafi brotið eigin reglur með því að birta nafnlausa pg villandi auglýsingaherferð „Ég bara spyr?“ þó hún bryti gegn starfsreglum stofnunarinnar.

4. Soffía fær nóg

Þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarna áratugi vita að samkvæmt fjölmiðlum er íslenska heilbrigðiskerfið alltaf að hruni komið að sögn sumra starfsmanna.

5. Lóðaskortur og skattlagning fiskveiða í gruggugu vatni

Það var enginn skortur á fólki sem kaus að fiska í gruggugu vatni þegar kom að umræðu um sjávarútvegsmál á árinu. Einnig mátti sjá þess merki í fréttaflutningi.