*

laugardagur, 29. janúar 2022
Huginn og muninn
1. janúar 2022 10:02

Mest lesnu pistlar Hugins og Munins: 6-10

Hlutafjárútboð, verkalýðsleiðtogar og reiður sósíalisti voru á meðal umfjöllunarefna hrafnanna sem vöktu hvað mesta athygli á árinu.

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, nú forstjóri Iceland Seafood.
Eyþór Árnason

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Hugins og munins á árinu 2021. Hér eru þeir pistlar, sem voru í sætum 6 til 10 yfir þá mest lesnu.

6. Verðið augljóst — eftir á
Mikið hefur var fjallað um rétt og rangt verð í hlutafjárútboðum á árinu, sér í lagi í tengslum við útboð Íslandsbanka.

7. Stormur í vatnsglasi
Með sárasaklausum ummælum setti Egill Helgason allt á hliðina hjá sósíalistum þessa lands og Gunnar Smári snöggreiddist.

8. U-beygja í Húsi verslunarinnar
Kannski hefur skynsemin borið Ragnar Þór ofurliði þennan þriðjudagsmorgun því nú er tónninn aldeilis annar.

9. Sólveig Anna var heima
Hópur starfsmanna úr SA fór til Napólí á dögunum en í ferðinni voru einnig þeir Þorvaldur Gylfa og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

10. Safna liði
Flugfélagið Play hefur verið að safna liði og forvitnilegt verður að fylgjast með því þegar það hefur sig loks til flugs.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.