Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla Hugins og munins á árinu 2022. Hér eru fimm mest lesnu pistlar ársins.

1. Númeraði listinn

Nokkurra ára gömul bloggfærsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur rifjaðist upp fyrir hröfnunum eftir að hún sagði frá viðbrögðum sínum við að tveir menn sem sættu gæsluvarðhaldi vegna meints undirbúnings á hryðjuverkum hefðu rætt um sig.

2. Opinberir starfsmenn helsáttir

Hrafnarnir höfðu gaman af lestri stöðumatsskýrslu sem KPMG vann fyrir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá hinu opinbera.

3. Pizzuspaðarnir þagna

Pítsastaðnum Spaðaðanum var lokað eftir rúmlega tveggja ára starfsemi. Hrafnarnir veltu fyrir sér hvaða verkefni stofnandinn Þórarinn Ævarsson tekur næst að sér.

4. Gunnar Smári og virðingin

Gunnar Smári Egilsson, einn af móðgunargjörnustu mönnum landsins, móðgaðist út í Sigríði Hagalín Björnsdóttur og sakaði hana um að vanvirða verkalýðsforingja landsins í Silfrinu.

5. Ritstjóri á fund Eflingar

Í yfirgripsmikilli ritröð Sólveigar Önnu Jónsdóttur kom fram að verðlaunablaðamaðurinn Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og sennilega sá maður Íslands sem er hvað óháðastur hagsmunaöflum, hefði verið kallaður til fundar hjá trúnaðarráði Eflingar.