*

laugardagur, 20. júlí 2019
Óðinn
27. desember 2017 17:03

Mest lesnu pistlar Óðins 2017; 5-1

Pistlar Óðins í Viðskiptablaðinu eru alltaf vel lesnir. Hér er listi yfir þá sem voru í 5. til 1. sæti yfir þá sem mesta athygli vöktu.

Haraldur Guðjónsson

Nú þegar senn líður að lokum þessa viðburðaríka árs er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu pistla Óðins á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu 2017. Viðskiptablaðið hyggst því birta 10 mest lestu pistlana í öfugri röð.

Hér eru þeir sem voru í sætum 5 til 1 yfir mest lesnu pistlana:

5. Á að kaupa eða leigja?
Pistillinn birtist 31. janúar með undirfyrirsögninni: Óðinn er þeirrar skoðunar að hvorki hið opinbera né Óðinn eigi að velja „bestu“ leiðina í húsnæðismálum. 

4. Hvaða gagn og ógagn gera nýir ráðherrar?
Pistillinn birtist 21. janúar með undirfyrirsögninni: Heilt yfir ber Óðinn von í brjósti um að ríkisstjórnin muni geta komið nauðsynlegum lagabreytingum í gegn og stýrt ríkinu vel. 

3. Ekki frétt ársins
Pistillinn birtist 17. október með undirfyrirsögninni: Þó að Guardian sé vinstri sinnað mjög er merkilegt að það láti nota sig, en spurningin er hvernig stjórnmálamenn viljum við?

2. Rán um hábjartan dag
Pistillinn birtist 27. júní með undirfyrirsögninni: Fasteignagjöld munu hækka um 30-40% að meðaltali árið 2018 frá árinu 2015, ef sveitastjórnir lækka ekki álagnarstuðla.

1. Icelandair fatast flugið
Pistillinn birtist 21. febrúar með undirfyrirsögninni: „Icelandair keyrir gamlar rútur sem á að fara að henda, en telja sig geta selt farseðlana á hærra verði heldur en aðrir samkeppnisaðilar út á þá sérstöðu að vera íslenskt félag.“

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.