Óðinn hefur sterkar skoðanir á þjóðmálunum. Hér að neðan eru mest lesnu pistlar Óðins á árinu í sætum 6 til 10.

6. Guðlaugur Þór, ástæður og afleiðingar

Óðinn gagnrýndi bæði Bjarna Benediktsson og Guðlaug Þór Þórðarson í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir tókust á um formannsembætti í flokknum.

7. Hlutabréfasala Kristrúnar og frábær hugmynd Dags

Óðinn furðaði sig á eftir á gagnrýni Kristrúnar Frostadóttur á söluferli Íslandsbanka þar sem hún eigi sæti í fjárlaganefnd sem fékk kynningar á söluaðferðinni fyrirfram. Auk þess benti Óðinn á útgjaldahugmyndir meirihlutans og þungan rekstur Reykjavíkurborgar í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna.

8. Fyrrum forseti læknadeildar Háskólans leiðréttur

Óðinn fjallaði um aukin útgjöld til heilbrigðismála, bæði í krónum talið og sem hlutfall af landsframleiðslu.

9. Hvers eiga landsmenn að gjalda?

Óðinn skrifaði um verðbólgudrauginn sem er snúinn aftur og fyrirséðan íbúðaskort sem varað hafði verið við frá árinu 2016.

10. Hvort eru konur konum bestar eða konum verstar?

Óðinn reyndi að átta sig á þögn Félags kvenna í atvinnulífinu um máli Petreu Ingileifar, sem sagði af sér sem stjórnarformaður Sýnar vegna krafna forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur enda Petrea í fámennum hópi kvenna sem gengt hafa stöðu stjórnarformanns í Kauphallarfélagi.