Týr lét að sér kveða eins og honum er einum lagið á nýliðnu ári enda af nægu að taka. Pistlar hans vekja jafnan nokkra athygli, en hér eru fimm mest lesnu pistlar hans á því herrans ári 2022 reifaðir:

1. Sólveigu Önnu er sama um öreigann

Týr áleit það sorgarfréttir þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti ASÍ eftir að hafa lent í útistöðum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar.

2. Brauðfætur Jóhanns Páls

Þingmaður Samfylkingarinnar var ósamkvæmur sjálfum sér, svo ekki sé fastar að orði kveðið, í umræðum um lög um stéttarfélög að mati Týs.

3. Bylting í uppnámi

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tók að einangrast í hatrammri baráttu sinni í lok nýliðins árs þegar hún gagnrýndi harðlega kjarasamninga sinna helstu bandamanna, Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Vilhjálms Birgissonar formanns SGS.

4. Kleppur er víða

Mörgum þótti það heldur langt seilst þegar Þórólfur Guðnason þáverandi sóttvarnarlæknir lýsti því yfir síðasta sumar að líklega myndi þurfa að beita sóttvarnarráðstöfunum á borð við sóttkví og einangrun til að verjast nýjum Apabólufaraldri.

5. Annarlegar hvatir

Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna lét það ekki á sig fá í viðleitni sinni til að sá óánægju á vinnumarkaði þegar í ljós kom að ásakanir sem hann hafði haft óstaðfestar eftir um tvo vinnustaði í Grindavík reyndust ekki á rökum reistar.