*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Huginn og muninn
21. nóvember 2021 10:12

Misskilningur Ólínu

Þingmaðurinn fyrrverandi dró þá röngu ályktun að bólusettir væru jafn þungur baggi á heilbrigðiskerfið og óbólusettir.

Ólína Þorvarðardóttir sat um árabil á Alþingi fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Um síðastliðna helgi varpaði Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, fram vangaveltum um hvort grípa ætti til þess ráðs að þrengja að réttindum óbólusettra landsmanna. Í kjölfarið ruddust ýmsir inn á ritvöllinn til að viðra skoðun sína á þessu máli.

Þar á meðal var þingmaðurinn fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir. Lagðist hún gegn þessari hugmynd þar sem „óbólusettir séu helmingur sýktra og helmingur alvarlegra veikra". Dró Ólína af þessu þá ályktun að fullbólusettir séu jafn þungur baggi á heilbrigðiskerfið og óbólusettir.

Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að átta sig á því að þessi röksemdarfærsla Ólínu er beinlínis röng. 89% landsmanna sem eru tólf ára og eldri eru fullbólusett og 76% allra landsmanna hafa þegið bólusetningu. Bólusettir íbúar eru því mun fleiri en óbólusettir og gefur því augaleið að óbólusettir einstaklingar veikjast að jafnaði mun oftar og alvarlegar en bólusettir.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.