*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
6. janúar 2019 11:01

Mögnuð slagsíða

Þegar viðmælendur í Silfri Egils er flokkaðir eftir stjórnmálaskoðunum kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.

Egill Helgason, stjórnandi Silfurs Egils á RÚV.
Haraldur Jónasson

Það er rétt að vekja athygli á nýútkomnu tölublaði tímaritsins Þjóðmála, en að venju kennir þar margra athyglisverðra grasa. Forsíðuviðtalið er við dómsmálaráðherra, sem ekki liggur á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn, og svo er sérstaklega athyglisverður greinaflokkur um kjaramálin, sem nú eru í mestri deiglu.

Hrafnarnir hnutu þó ekki síst um athyglisverða samantekt um Silfur Egils, sem lætur lítið yfir sér. Þar var horft til viðmælenda í þættinum frá hausti til jóla og þeir flokkaðir eftir stjórnmálaskoðunum: til vinstri, hægri, miðju og svo voru nokkrir fjölmiðlamenn óflokkaðir, þó hröfnunum veittist létt að færa þá flesta í vinstri dálk. Hallinn í viðmælendavalinu er magnaður, því meirihlutinn eru vinstrimenn, fleiri til vinstri en samanlagður fjöldi hægrimanna, miðjumanna og óflokkaðra! Vinstrimenn voru 33 (53%), miðjumenn 13 (21%), hægrimenn 10 (16%) en óflokkaðir voru 6 (10%). Það er mögnuð slagsíða hjá hinum hlutlausa ríkisfjölmiðli.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is