*

mánudagur, 17. júní 2019
Huginn og muninn
30. maí 2019 12:04

Mótmæla tilskipun með tilskipun

Líkt og aðrir landsmenn hafa Hrafnarnir fylgst með Miðflokksmönnum fara hamförum á Alþingi.

Miðflokksþingmenn hafa talað mikið.
Haraldur Guðjónsson

Líkt og aðrir landsmenn hafa Hrafnarnir fylgst með Miðflokksmönnum fara hamförum á Alþingi en málþóf þeirra, vegna þriðju orkutilskipunar ESB, hefur staðið yfir heilu næturnar.

Níu manna þingflokkurinn hefur talað fyrir daufum eyrum og eini árangurinn virðist vera varanleg lausn á vanda þeirra sem þjást af svefnleysi. Munu þeir um ókomin ár geta hlustað á upptökur af mónólógunum til að heimsækja Óla lokbrá. Starfsfólk þingsins hefur hins vegar þurft að vaka meðan sjálfskaparvíti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar veldur honum hæsi.

Klappstýrur málþófsins, samtökin Orkan okkar, sendi Vinnueftirlitinu kæru vegna þessa og taldi meðferðina í andstöðu við vinnustaðalögin. Það vakti sérstaka kátínu Hrafnanna enda á lagabálkurinn rætur í vinnutilskipun ESB.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is