*

föstudagur, 19. júlí 2019
Leiðari
5. ágúst 2016 15:35

Næstu kosningar

Getur verið að stjórnarandstaðan sé ekki eins áfjáð í kosningar og af er látið? Einungis tveir flokkar virðast tilbúnir.

Alþingi Íslendinga
Haraldur Guðjónsson

Sigmundur Davíð Gunn­laugsson, formaður Fram­sóknarflokksins og fyrrver­andi forsætisráðherra, ýfði fjaðrir eins og honum virðist einum lagið þegar hann gaf það í skyn á dögunum að hugsanlega yrði ekki gengið til kosninga í haust, eins og flestir hafa gert ráð fyrir. 

Hót­anir stjórnarandstæðinga ber þó að skoða nánar, því stjórnarflokkarnir hafa alltaf gefið það út að ekki verði kosið fyrr en búið er að ganga frá nokkrum mikilvægum málum. Geri stjórnarandstaðan þingið óstarf­hæft í haust er ljóst að ekki verður hægt að klára þessi mikilvægu mál og því eðlilegt að bíða með kosningar.

En gæti ekki líka verið að stjórnar­ andstaðan sé ekki eins áfjáð í að ganga að kjör­ borðinu og af er látið? Það er skiljanlegt að formað­ur Framsókn­arflokksins vilji frekar að kosið verði næsta vor en í haust, enda er flokkurinn í mikilli krísu og óvíst hver mun leiða hann í næstu kosningar.

Samfylkingin kaus í sumar yfir sig formann sem ekkert ætlar að gera fyrir fylgi flokksins, sem eru eflaust mikil vonbrigði fyrir þá sem töldu Árna Pál Árnason vera uppsprettu allrar ógæfu Samfylk­ingarinnar. Flokkurinn gengur að minnsta kosti haltur til kosninga.

Enn á eftir að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössum Pírata, en kjörþokki flokksins minnkar sjálf­krafa til mikilla muna við brotthvarf Helga Hrafns Gunnarssonar af þingi. Eins á eftir að sjá hverjir raðast á lista hjá Viðreisn – hvort þar  finnist einhverjir aðrir en ósáttir fyrrverandi sjálfstæðismenn. Vart tekur að nefna Bjarta framtíð í þessu sambandi, enda er sá flokkur að deyja drottni sínum og munu syrgjendur verða fáir.

Í raun eru aðeins tveir flokkar til­ tölulega vel á sig komnir fyrir næstu kosningar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn. Hvernig sem fer er hætt við því að staðan á þingi eftir haustkosningar verði síst skárri en nú.

Stikkorð: Endahnútur Stjórnmál Ísland
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is