*

laugardagur, 6. júní 2020
Huginn og muninn
21. október 2018 10:06

Nautasnitsel á jólunum

Einn skrítnasti bragga-reikningurinn sem borgin greiddi var vegna nautasnitsels sem starfsmenn arkitektastofu fengu sér um jólin.

Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir hafa fylgst vel með braggamálinu síðan fyrsta fréttin um óráðsíuna og sóunina, sem þar var látin viðgangast, birtist í kvöldfréttum RÚV sunnudaginn 2. september. Allt síðan þessi fyrsta frétt af málinu birtist hefur það undið upp á sig þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft sig frekar lítið í frammi.

Nú er er farið að birta einstaka reikninga. Margir þeirra eru furðulegir en sá skrítnasti er líklega 35 þúsund króna reikningur sem Reykjavíkurborg greiddi fyrir arkitektastofuna Arkibúlluna. DV greinir frá því reikningurinn hafi verið vegna nautasnitsels sem starfsmenn stofunnar pöntuðu á veitingastað um síðustu jól. Fyrir utan snitselið fékk stofan greiddar um 30 milljónir króna vegna vinnu í tengslum við endurbætur á bragga allra borgarbúa. Þegar hrafnarnir hugsa þetta aðeins frekar þá var snitselið líklega ekki skrítnasti reikningurinn. Borgarbúar greiddu jú um milljón krónur fyrir stráin góðu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.