*

föstudagur, 19. júlí 2019
Huginn og muninn
17. júní 2018 11:01

Nekt á Alþingi

„Þessi listviðburður er rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína á þingstað óviðkomandi með öllu."

Haraldur Guðjónsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hló sig máttlausan að eigin fyndni þegar hann spurði forseta Alþingis hver hefði heimilað að mynda „hálfnakið fólk í auglýsingaskyni“ í Alþingishúsinu og hvort þetta væri til marks um tilslakanir á klæðaburði þingmanna. Svo þusaði hann líka eitthvað um virðingu Alþingis og hvernig þetta myndi draga úr henni. Annað en svona fyrirspurn gerir. Forsetajálkurinn Steingrímur J. Sigfússon var ekki lengi að moka hressilega yfir grínistann.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, heimilaði góðfúslega myndatökuna, sem var í herbergi þingflokksins, enda þótti honum engin ástæða til að amast við þessum gjörningi. Hvað klæðaburð snertir svaraði forsetinn Sigmundi: „Þessi listviðburður er rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína á þingstað óviðkomandi með öllu."

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is