*

sunnudagur, 20. júní 2021
Huginn og muninn
30. maí 2021 08:12

Nettó í mínus

Í tillögum Sósíalistaflokksins í skattamálum gleymdist að taka tillit til eignarréttarins og Mannréttindasáttmála Evrópu.

Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hrafnarnir hafa hingað til reynt að forðast að mestu að hnýta í málflutning Sósíalistaflokksins og helsta hugmyndasmiðs hans Gunnars Smára Egilssonar, þótt efniviðurinn sé nægur. Þeir ætla að gera undantekningu nú eins og reyndar nokkrum sinnum áður.

Ástæðan er tillögur flokksins í skattamálum. Þar er meðal annars lagt til að leggja á þrepaskiptan auðlegðarskatt, fjármagnstekjuskattur verði lagður niður og skattþrepum fjölgað allt upp í 90%. Ekki væri um að ræða neyðarráðstöfun, líkt og eftir hrun, heldur almenna, varanlega breytingu.

Hrafnarnir benda áhugafólki á að kynna sér tillögurnar og leika sér með þær í Excel. Ekki þarf nema örfáar mínútur til að ímynda sér einstakling sem myndi enda í nettó mínus ár eftir ár. Það er merkilegt þegar stefna flokksins segir að „virða [skuli] allar alþjóðlegar mannréttindastefnur sem Ísland er aðili að“. Þar gleymdi flokkurinn augljóslega að taka tillit til eignarréttarins og ákvæða Mannréttindasáttmála Evrópu þar að lútandi. 

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.