*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Huginn og muninn
25. október 2018 13:31

Nýr forseti kjörinn á morgun

Verkalýðsforystan fundar nú stíft á Hilton Reykjavík Nordica en í gær hófst þar þriggja daga þing Alþýðusambands Íslands.

Haraldur Guðjónsson

Nýr forseti ASÍ verður kjörinn á morgun. Gylfi Arnbjörnsson, sem gegnt hefur embættinu um árabil, tilkynnti í júní að hann hygðist stíga til hliðar á haustþinginu, sem nú fer fram. Gylfi hefur sætt gríðarlega harðri gagnrýni frá hinum sósíalíska armi verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, reyndi meðal annars í tvígang að steypa Gylfa af forsetastólnum en varð í bæði skiptin undir.

Í forsetakosningunum nú stendur valið á milli tveggja frambjóðenda. Annars vegar Sverris Mar Albertssonar, framkvæmdastjóra AFLs starfsgreinasambands og einarðs stuðningsmanns Gylfa, og hins vegar Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands, en sósíalíski armurinn hefur hallað sér upp að henni á síðustu vikum. 

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.