*

sunnudagur, 16. júní 2019
Huginn og muninn
8. júní 2019 11:05

Nýr forstjóri í næstu viku

Nokkrir hafa verið nefndir sem næsti forstjóri Isavia eins og fyrrverandi forstjóri Icelandair og fyrrum ráðherra.

Jón Karl Ólafsson.
Haraldur Guðjónsson

Björn Óli Hauksson hætti skyndilega sem forstjóri Isavia þann 17. apríl og tveimur vikum seinna, eða þann 2. maí, var staðan auglýst. Frestur til sækja um rann út þann 13. maí. Hrafnarnir heyra að líklega verði tilkynnt um nýjan forstjóra á fimmtudaginn kemur en þá verður stjórnarfundur í Isavia. Þar sem Isavia er opinbert hlutafélag þá verður ekki birt opinberlega hverjir sóttu um stöðuna eins og tíðkast þegar verið er að ráða t.d. í forstjórastöður hjá stofnunum.

Hrafnarnir hafa samt heyrt nokkur nöfn. Sveinbjörn Indriðason, fjármálastjóri Isavia og starfandi forstjóri, sem og Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri hafa verið nefnd. Þá hafa hrafnarnir einnig heyrt Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóra Icelandair og framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, nefndan í þessu samhengi. Jón Karl er öllum hnútum kunnugur hjá Isavia eftir að hafa verið framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs í þrjú ár. Hann hætti reyndar hjá Isavia í ágúst í fyrra. Einnig mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hafa áhuga á starfinu eftir því sem hrafnarnir heyra.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is