*

miðvikudagur, 28. október 2020
Huginn og muninn
4. október 2020 10:11

Nýr Thunberg flokkur?

Orðrómur um að Andrés Ingi hyggist stofna nýja stjórnmálaflokk hefur fengið byr undir báða vængi.

Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrir tæpu ári síðan.
Eggert Jóhannesson

Sú saga flýgur nú fjöllum hærra – og náði nýverið eyrum hrafnanna – að hinn óháði þingmaður Andrés Ingi Jónsson vinni ljóst og leynt að stofnun nýs framboðs en sem kunnugt er sagði hann skilið við Vinstri græn á síðasta ári. Þingmaðurinn gaf þessum orðrómi byr undir báða vængi í gær með viðtali við Vísi um að þetta væri í skoðun.

Sá orðrómur hefur einnig verið á reyki að Eydís Blöndal, varaþingmaður VG, sé með í ráðum og að væntanleg stefnuskrá flokksins muni sækja í viskubrunn hinnar ónámsfúsu Gretu Thunberg. Stærsta mál flokksins verður aðgerðir í loftslagsmálum í formi minni útblásturs og aukinnar neyslu á matvörum sem náttúran gefur samþykki sitt fyrir. Af hægri væng stjórnmálanna hafa hrafnarnir heyrt fagnaðaróp vegna þessa enda hentar það því ágætlega að atkvæði vinstri manna dreifist á sem flesta flokka.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.