Þótt Óðinn búist enn við hraðri lækkun innlendrar verðbólgu með lækkun fasteignaverðs þá er ekkert enn í hagtölunum sem bendir til þess. Því gat Seðlabankinn ekki gert annað en hækkað vexti.

Forysta verkalýðsfélaganna brjálaðist yfir hækkuninni og Vilhjálmur Birgisson var ómyrkur í máli í samtali við mbl.is.

„Það er al­gjör­lega með ólík­ind­um að Seðlabank­inn skuli voga sér að senda þau skila­boð út á meðan við sitj­um hér ein­beitt í að reyna að ná kjara­samn­ing­um og ná niður verðbólgu og vöxt­um að við skul­um þá fá þessa renn­andi blautu tusku fram­an í and­litið frá þess­um egóistum upp í Seðlabanka.“

„Það er með ólík­ind­um að þeir skuli voga sér að gera þetta. Þeir eru nú þegar bún­ir að þurrka upp all­an ávinn­ing­inn af því sem við gerðum 2019 og þeir halda þess­ari skemmd­ar­verk­a­starf­semi áfram.“

Það er ekki heil brú í málflutningi Vilhjálms. Hann og aðrir í verkalýðshreyfingunni sitja á samningafundum og krefjast galinna launahækkana. Hækkana sem munu valda verðbólgu og hærri vöxtum.

Óðinn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 24. nóvember 2022.