Í Viðskiptablaðinu í morgun heldur Óðinn áfram að fara yfir verðbólguna og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgubálinu. En brennur það enn.

Hann fjallar einnig um fyrirhugaða launahækkun æðstu ráðamanna og bendir á galla í núverandi lögum um aðferðina við að hækka launin.

Pistillinn nefndist Ranghugmyndir forsætisráðherra, Loftleiðir og Framsókn í lífróðri.

Hér er stutt brot úr pistlinum en áskrifendur geta lesið hann hér í fullri lengd.

Launakjör ráðamanna

Að öllu jöfnu myndi Óðinn segja að krafa verkalýðshreyfingarinnar um að endurskoða eigi 6,3% launahækkun æðstu ráðamanna nú væri della.

Hækkun launa þeirra á að vera fyrirsjáanleg og ekki hróflað við þeim nema hugsanlega eitthvað stórvægilegt gerðist. Til dæmis hrun tekna ríkissjóðs.

En málið er örlítið flóknara. Mbl.is ræddi við Katrínu Jakobsdóttur um launakjörin á mánudag.

Spurð hvort til standi að leggja fram frum­varp eða til­lögu fyr­ir þingið um að þess­ar launa­hækk­an­ir komi ekki til fram­kvæmda að fullu sagði Katrín að fyr­ir­komu­lagið væri gott, og kerfið væri gagn­sætt.

„Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun held­ur fylgj­um launaþróun rík­is­starfs­manna. Og það er al­gjör­lega fyr­ir­sjá­an­legt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu.“

En nýja kerfið er gallað og minnir Óðinn á sögu sem hann heyrði fyrir áratugum síðan og hefur verið lífseig í íslensku viðskiptalífi.

Hún er sú að forstjóri Loftleiða, sem sjálfur var einnig flugstjóri, hafi fengið þreföld laun flugstjóra félagsins í laun. Því hafi forstjórinn ekki verið sérstaklega mótfallinn hærri launum flugstjóranna.

Óðinn veit ekki hvort þessi saga sé sönn. En freistnivandinn er sá sami í tilviki æðstu ráðamanna.

***

Í dag gildir þessi regla um launahækkanir æðstu ráðamanna:

Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á.

Æðstu embættismenn hafa hag af því að laun ríkisstarfsmanna hækki.

Laun opinberra starfsmanna hafa hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Þeir sem eiga að veita ríkisstarfsmönnum aðhaldið eiga sumir hverjir persónulega hagsmuni af þeim hækkunum.

Það er líklega ekki hægt að finna kerfi í þessum efnum, frekar en öðrum, sem allir sætta sig við.

En þennan galla hefði verið að hægt lagfæra að töluverðu leyti. Hvers vegna var ekki heldur miðað við almennan markað? Eða launaþróun í landinu? Það myndi strax þynna áhrif launahækkana ríkisstarfsmanna.

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.