*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Huginn og muninn
10. ágúst 2019 10:04

Ofsatrúarmenn í boltanum

Hörður Magnússon fjölmiðlamaður fékk að finna fyrir því frá blóheitum stuðningsmönnum Manchester United á Twitter í vikunni.

Tímabilið í enska boltanum hefst um helgina.
epa

Deilur milli trúarhópa hafa verið kveikjan að flestum styrjöldum og átökum manna í millum í gegnum söguna. Hér á landi hefur trúin á hinn lúterska guð verið í rénun síðustu ár en finna má önnur trúarbrögð sem haldið hafa velli og gott betur en trúin á knattspyrnulið á hinu Brexit-hrjáða Englandi. Hörður Magnússon, fjölmiðlamaður og sanntrúaður meðlimur í söfnuði Liverpool-stuðningsmanna, mátti sín lítils á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni þegar hann gekk svo langt að spá Manchester United sjöunda sæti á komandi tímabili. Svæsnara guðlast hafa ofsatrúarmenn Manchesterliðsins vart orðið vitni að enda rigndi svívirðingum og hótunum um líkamsmeiðingar yfir Hörð sem sá sig tilknúinn að fjarlægja færsluna og íhugar nú að leita réttar síns vegna meiðyrða.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.