*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Huginn og muninn
3. febrúar 2013 11:57

Og Andri lék óskalög á píanóið

Framkvæmdastjóri HF Verðbréfa hélt uppi fjörinu á fótboltamóti fjármálafyrirtækja.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Það er alltaf mikið stuð á Akureyri þegar haldið er fótboltamót fjármálafyrirtækja. Það eru Íslensk verðbréf sem halda utan um mótshaldið og að þessu sinni voru 26 lið í keppninni. Þar af voru sex kvennalið. Í karlaflokki vann lið heimamanna, Íslenskra verðbréfa og T Plús. Kvennalið Íslandsbanka vann kvennaflokkinn með glæsibrag.

Og þegar svo margir úr fjármálageiranum koma saman er gert vel við sig í mat og drykk, þar sem um 250 manns mættu í borðhald. Eftir mótið færði fólkið sig svo á Götubarinn. Og Andra Guðmundssyni er ekki bara lagið að stýra HF Verðbréfum. Hann stjórnaði fjörinu á Götubarnum með því að spila óskalög á píanóið sem er í neðri sal staðarins.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.