*

mánudagur, 17. júní 2019
Huginn og muninn
14. júlí 2018 10:39

Óhjákvæmileg búsáhaldabylting

Þegar hitinn nemur tuttugu stigum á Austurlandi boða veðurfræðingar að veðrið verði hugsanlega ekki mjög vont í borginni.

Haraldur Guðjónsson

Hröfnunum, sem ferðast víða og sjá margt, þykir nóg um veðurfarið á suðvestur- og vesturhluta landsins í sumar. Eftir að Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf veðrinu í júní núll í einkunn þykir það sérstakt fréttaefni í júlí að engin stormviðvörun sé í gildi á landinu. Ýmis árstíðarbundin verslun hefur orðið fyrir barðinu á veðurguðunum. Lítil uppgrip hafa verið hjá kjötiðnaðarmönnum, niðurrigndum tjaldvörðum eða bílstjóra ísbílsins.

Mesta samúð hafa hrafnarnir þó með veðurfræðingum sem hafa orðið sífellt meðvirkari, eftir því sem liðið hefur á sumarið, við að færa fregnir af því að vætutíðinni muni ekki slota á suðvestur- og vesturhluta landsins, því ný lægð sé á leiðinni norður úr Atlantshafi.

Þó verði hitinn á Austurlandi áfram nálægt tuttugu stigum. Í byrjun vikunnar bárust þau skilaboð frá Veðurstofunni að hugsanlega yrði ekki mjög vont veður í næstu viku, líkt og veðurfræðingar séu að reyna að fresta hinu óhjákvæmilega, búsáhaldabyltingu við Veðurstofuhæðina.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is