*

laugardagur, 26. september 2020
Andrés Magnússon.
28. febrúar 2018 17:15

Opinbera gjaldskráin hækkaði verulega

Skýring ASÍ því að mjólkurvörur hefðu hækkað á sama tíma og matvöruverð hafi lækkað er rökrétt.

Hörður Kristjánsson

„Því er ljóst að verðhækkun umfram það má rekja til aukinnar álagningar verslunarinnar“

Tilvitnunin hér fyrir ofan er hluti úr frétt sem birtist nýlega á heimasíðu Landssambands kúabænda. Fréttin var notuð sem skýring á þeim mun sem er á heildsöluverði mjólkurafurða sem verðlagsnefnd mjólkurvara ákveður og þeirri hækkun sem orðið hefur á smásöluverði mjólkurvara almennt á tilteknu tveggja ára tímabili, þ.e. frá janúar 2016 til janúar 2018. 

Tilefnið var frétt Alþýðusambands Íslands þar sem fram kom að samkvæmt nýlegri verðkönnun samtakanna hefði smásöluverð matvöru almennt lækkað á þessu tímabili, með þeirri afgerandi  undantekningu að mjólkurvörur hefðu hækkað verulega. Alþýðusambandið gaf þá rökréttu skýringu á þessum mun að „lítil eða engin samkeppni er á mjólkurvörumarkaði og því svigrúm til hækkana þrátt fyrir ytri aðstæður eins og gengisstyrkingu“. Það liggur jafnframt fyrir að opinber gjaldskrá stærsta mjólkurframleiðandans hefur hækkað verulega á því tímabili sem um ræðir.

Samtökum verslunar og þjónustu er vandi á höndum að taka þátt í umræðu um þessi mál, enda er það alls ekki tilgangur samtakanna að fjalla um álagningu einstakra fyrirtækja. Þess utan er samtökunum beinlínis bannað að lögum að blanda sér í þau mál. 

Samtökin hafa þó áhyggjur af því að erfitt geti verið fyrir allan almenning að fóta sig í umræðunni, þegar hún er með þeim hætti sem raun ber vitni. Samtökin geta þó vísað til skýringa fagaðila í markaðsgreiningum á innlendum aðstæðum enda er þar hvorki um að ræða mat samtakanna né heldur útreikninga þeirra. Er þannig eingöngu vísað til staðreynda á grundvelli tölulegra upplýsinga um verðþróun á markaði.

Í því skyni að varpa aðeins ljósi á málið er hér fyrir neðan mynd sem sýnir útreikning greiningardeildar Landsbanka Íslands á þróun álagningar í smásölu og heildsölu á Íslandi frá 2002 til 2015*.  Því miður liggja ekki fyrir upplýsingar um það hvernig þessi mál hafa þróast síðan þá, en erfitt að ímynda sér að aðstæður á markaði hafi verið með þeim hætti undanfarin þrjú ár, að stórfelldar breytingar hafi á orðið.

Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu

Stikkorð: ASÍ SVÞ verðþróun mjólkurvörur matvara
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.