Hröfnunum er hugsað til hins atorkusama starfsfólk Hagstofunnar þessa dagana. Hagstofan er sem kunnugt er þjónustustofnun sem sinnir öllu landinu. Eigi að síður ákvað Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri, að slíkrar þjónustu væri ekki þörf milli jóla og nýárs - lokaði því sjoppunni og gaf starfsfólkinu frí.

Samkvæmt útreikningum Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins kostar þetta frí skattgreiðendur á bilinu 20 til 25 milljónir. Þó að málið hafi hlotið töluverða athygli í fjölmiðlum hefur einn flötur þess ekki enn verið skoðaður: Flokkast ekki þetta óumbeðna orlof sem launatengd hlunnind og ber því ekki að skattleggja þau sem slík. Svo skemmtilega vill til að ólíkt Hagstofunni þá er opið hjá Ríkisskattstjóra milli jóla á nýárs og því lítið mál að fá við þessu svör.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur Viðskiptablaðsins.