Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur verið áberandi í fjölmiðlum frá því að hún tók við embættinu. Í síðustu viku fjallaði Ríkisútvarpið um ræðu hennar á ársfundi Orkustofnunar sem fram fór á miðvikudaginn í síðustu viku. Í ræðunni sagði orkumálastjóri að tryggja þyrfti að arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar og setja verði á sérstakt auðlinda- gjald vegna nýtingar orku. Einnig ræddi hún um hvernig eignarhaldi orkufyrirtækja eigi að vera háttað. Áður hefur orkumálastjóri tjáð sig um hvert eigi beina orkunni í tengslum við orkuskipti og ekki sé sjálfsagt að orka fari til hæstbjóðanda.

Það virðist ekki vekja neinn sérstakan áhuga fjölmiðla að þarna er orkumálastjóri sem meðal annars fer með leyfisveitingar og eftirlit með starfsemi orkufyrirtækja, þ.m.t. virkjunarleyfi og raforkusölu, að stíga með afgerandi hætti inn í pólitíska umræðu um skattlagningu geirans og fleiri mál sem hafa til þessa ekki verið talin vera á könnu embættisins. Varla getur það talist heppilegt að leyfisveitandi í þessi tilfelli sé að tjá huglæga afstöðu til skilyrða leyfisbundinnar starfsemi. Þetta er að einhverju leyti sambærilegt við það ef forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar væri að tjá sig um útfærslu auðlindagjalds og hvernig eigi að verja því og lýsa yfir skoðunum sínum á hvernig útgerðarfélög haga veiðum sínum og vinnslu.

Fjölmiðlarýni er skoðanadálkur og er þetta hluti af lengri umfjöllun sem birtist íViðskiptablaðinu 16. júní 2022.