*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Huginn og muninn
4. maí 2019 16:01

Skagfirski orkupakkinn

Sveitarstjórnarmenn í Skagafirði leggjast þvert gegn áformum ríkisstjórnarinnar.

epa

Menn hafa tekið upp orkupakkana um allar sveitir að undanförnu. Þar á meðal í Skagafirði, en gervöll sveitarstjórnin þar ítrekar í umsögn til Alþingis vegna þriðja orkupakkans, að orkuauðlindin sé ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Sem sennilega er nokkuð óumdeilt.

Jafnframt er vakin athygli á því hversu mikilvægt sé að allar ákvarðanir í orkumálum Íslendinga verði í höndum Íslendinga og minnt á að stjórnarskrá lýðveldisins leyfi ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Loks er áréttað að íslenskar aðstæður í orkumálum séu gjörólíkar þeim sem liggi til grundvallar orkulöggjöf ESB og því sé óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér.

Þetta vekur helst athygli fyrir það í Skagafirði eru ríkisstjórnarflokkarnir með 7 af 9 sveitarstjórnarmönnum, sem svo leggjast þvert gegn þessum áformum ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir alla varnagla hennar og fullvissu um að óhætt sé að innleiða pakkann. Ekki ber á öðru en að þar ljósti þeim saman, ríkisstjórninni og Skagfirska efnahagssvæðinu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.