Hrafnarnir hafa skemmt sér við að lesa skrá stjórnvalda um svokallaða hagsmunaverði að undanförnu. En samkvæmt nýlegum lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum er hagsmunavörðum, þ.e. einstaklingum sem tala máli einkaaðila gagnvart stjórnvöldum og leitast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnuskyni, skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um sig og hlutverk sitt.

Á listanum má til að mynda finna hagsmunasamtökin í Húsi atvinnulífsins og til þess að eyða allir óvissu um hagsmunaárekstra hefur Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, Þroskahjálp og Landsamtök skógareigenda skráð sig á lista hagsmunavarða. Hins vegar vekur athygli að Auður Önnu Magnúsdóttir og félagar hennar í Landvernd, sem eru fyrirferðarmikil hagsmunasamtök, hafa ekki sent inn tilkynningu um hagsmunaverði og á listanum er ekkert verkalýðsfélag að finna. Það kemur hröfnunum spánskt fyrir sjónir.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 17 nóvember 2022.