Fyrir tveimur vikum velti Óðinn fyrir sér atriðum varðandi skráningu Ölgerðarinnar á markað.

Mikilvægast þeirra eru hugsanleg áhrif þess á afkomu Ölgerðarinnar að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði lögð niður. Vitanlega var brugðist við þessu atriði í skráningarlýsingunni enda verður þar að fjalla um allt það sem máli getur skipt fyrir hugsanlega fjárfesta í útboðinu.

Í skráningarlýsingunni segir m.a.:

„Þá er samkvæmt lögum 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak ekki leyfilegt að selja áfengi í öðrum verslunum á Íslandi en Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins („ÁTVR“) og er almenn sala í verslunum og stórmörkuðum því ekki heimil eins og tíðkast víða. Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum. Þá ríkir einnig, samkvæmt sömu lögum, bann við að auglýsa áfengi á Íslandi. Ljóst er að breytingar á Áfengislögum og/eða afleiddum reglugerðum gætu haft neikvæð áhrif á rekstur Útgefanda, en ekki er hægt að meta hvert umfang þeirra gæti orðið."

***

Hvað veldur?

Í þessa umfjöllun vantar sárlega alla forsögn hvað gæti valdið því því að afleiðingarnar hefðu neikvæð áhrif á reksturinn. Er það vegna þess að álagningin í dag er hærri vegna tilvistar ÁTVR? Er það vegna þess að þess að Ölgerðin hefur einstaklega sterka stöðu í hillum ÁTVR? Er það vegna þess að það eru einhverjar samkeppnishindranir sem valda því að ódýrari vörur komist ekki inn á markaðinn, og ef svo er heitir sú samkeppnishindrun ÁTVR?

Ölgerðin segir að áhrifin yrðu neikvæð en hver væri afleiðingin? Hversu mikið myndi hagnaðurinn minnka? Lækkar hann um 10%, helmingast hann eða hverfur hann alveg?

***

Svo er hitt. Ólíkt því sem fram kemur fram í skráningarlýsingunni þá eru vefverslanir komnar inn á markaðinn. Þær eru að eflast og auka vöruúrvalið. Arnar Sigurðsson, sá sem ruddi braut frjálsræðis í áfengissölu á Íslandi án nokkurs liðsstyrks framleiðenda eins og Ölgerðarinnar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið á þriðjudaginn að áfengi Íslandi væri 15-20% of hátt. Í fréttinni segir:

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði