*

laugardagur, 27. febrúar 2021
Huginn og muninn
13. ágúst 2016 11:09

Össur og dagsetningarnar

Össur Skarphéðinsson telur ekki heppilegt að gefa upp dagsetningar á kosningum fyrirfram.

Haraldur Guðjónsson

Stjórnarandstaðan er á því núna að mikilvægasta verkefni sitjandi þings sé að leggja niður störf sem allra fyrst og kjósa upp á nýtt. Þetta er svo sem skiljanlegt, því stjórnarandstaða hvers tíma vill jú komast að valdastólum. Því er afar áhugavert að heyra skoðun vinstrimanna á hugmyndum Pírata um að stytta næsta kjörtímabil líka.

Össur Skarphéðinsson sagði í útvarpsviðtali í vikunni um þá hugmynd: „[É]g tel það óraunhæft. Ég tel að ef menn setja svona dagsetningar þá verða þær að skotspæni og stjórnarandstaðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana niður.“

Hann talar hér af reynslu, enda er þetta nákvæmlega það sem stjórnarandstaðan gamla hefur verið að hóta að gera á haustþingi.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.