*

miðvikudagur, 21. apríl 2021
Huginn og muninn
3. apríl 2021 09:01

Ótrúleg hræsni

Einhverjum réttlætisriddurum þótti ástæða til að endurtísta hótunum í garð Hannesar Hólmsteins en Helgi Hrafn stóð í fæturna.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Haraldur Guðjónsson

Raunveruleikaþáttastjarnan Bassi Maraj hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarið. Byrjaði hann á að senda Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra tóninn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerði athugasemd við ókvæðisorð Bassa sem svaraði fyrir sig með hótunum og vísun í kynhneigð Hannesar Hólmsteins.

Einhverjum réttlætisriddurum þótti ástæða til að endurtísta þessum hótunum, sem er ótrúleg hræsni. Eins og það sé í lagi að vera á móti hvers kyns ofbeldi nema Hannes Hólmsteinn eigi í hlut.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, stóð í fæturna og fordæmdi athæfi Bassa. Sagði hann nákvæmlega ekkert flott eða töff við hótanir hans og að það vekti „hrylling að sjá gott fólk fagna" þeim. HHG yngri má eiga það að hann er fylginn sér.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.