*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Huginn og muninn
13. janúar 2020 07:55

Óvænt umsókn

Samstarf Rannveigar Sigurðardóttur og Ásgeirs Jónssonar virðist vera æði stirt.

Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Gígja Einars

Það kom mörgum á óvart að Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri skyldi sækja um starf ríkissáttasemjara. Eitt og hálf ár er liðið af fimm ára skipunartíma Rannveigar sem aðstoðarseðlabankastjóra, en hún hefur starfað í Seðlabankanum í nærri tuttugu ár.

Kvisast hefur út að samstarf Rannveigar og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sé stirt. Frey Hermannssyni, syni Rannveigar, var sagt upp störfum á markaðssviði í Seðlabankanum í september, skömmu eftir að Ásgeir tók við.

Síðustu vaxtaákvarðanir hafa farið öfugt ofan í markaðinn. Ekki endilega vegna stýrivaxtastigsins, heldur fremur vegna þess hve misvísandi skilaboð hafa verið gefin þegar ákvörðunin er kynnt. Á síðasta kynningarfundi gerðist það nokkrum sinnum að Rannveig og Ásgeir tóku orðið af hvort öðru, stundum til að leggja áherslu á atriði sem gengu nánast þvert gegn því sem hinn aðilinn var að segja.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.