*

mánudagur, 21. september 2020
Huginn og muninn
2. nóvember 2019 10:02

Óvenju mikill stuðningur

Fordæmalaus stuðningur við ríkisstjórn á eftirhrunsárum.

Gígja Einars

Margir stuðningsmanna VG, og raunar líka Samfylkingarinnar, reiddust mjög þegar Katrín Jakobsdóttir „dirfðist“ til að mynda ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Spáðu þessir dómsdagsmenn því að ríkisstjórnin myndi ekki lifa lengi. Nú bregður svo við að nú, tæpum tveimur árum eftir að ríkisstjórnin tók við völdum, mælist hún með 52% stuðning. Þetta sýndi könnun Gallup sem birt var í fyrradag.

Við nánari skoðun þá er þetta ansi mikill stuðningur. Frá hruni hefur engin ríkisstjórn notið jafnmikils stuðnings eftir tveggja ára setu á valdastóli. Benda hrafnarnir á að vinstri stjórn VG og Samfylkingar, sem tók við völdum í febrúar 2009 fór undir 50% fjórum mánuðum síðar. Þegar hún var orðin eins og hálfs árs var stuðningurinn kominn undir 40% og næstu þrjú árin, eða til kosninganna 2013, var hann í kringum 30-35%. Raunar fór hann niður í 28% um tíma. Hvorki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks né stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar gátu státað af jafnmiklum stuðningi eftir tveggja ára valdatíð. Reyndar lifði sú síðarnefnda bara í nokkra mánuði.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.