*

föstudagur, 18. september 2020
Huginn og muninn
9. ágúst 2020 09:03

Pattstaða vegna dómsins?

Hrafnarnir vona, svona fyrir fyrirtækin í landinu, að niðurstaða Skattsins verði að gera sem minnst.

Eyþór Árnason

Hrafnarnir hafa eyru víða og er ýmsu hvíslað að þeim. Meðal þess sem ratað hefur í eyru þeirra er orðrómur sem á rætur að rekja niður í höfuðstöðvar Skattsins.

Hafi hvíslarar hrafnanna sannleik að mæla þá ríkir á Laugavegi ákveðin pattstaða um hvað skuli gera við dóm Hæstaréttar í svokölluðu hlutdeildaraðferðarmáli en farið var af stað með málið í stjórnartíð Skúla Eggerts Þórðarsonar.

Skiptist fólk í fylkingar, annars vegar þau sem fylgja Ingvari Rögnvaldssyni vararíkisskattstjóra og vilja senda sem flest boðunarbréf um endurálagningu áraraðir aftur í tímann og hins vegar þau sem fylgja Snorra Olsen ríkisskattstjóra og telja rétt að aðhafast ekkert. Málið var sett á ís í sumarfríi starfsfólks en verður til lykta leitt von bráðar.

Hrafnarnir vona, svona fyrir fyrirtækin í landinu, að niðurstaðan verði að gera sem minnst.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.