*

föstudagur, 3. apríl 2020
Huginn og muninn
5. júní 2017 10:05

Pawel hittir naglann á höfuðið

Pawel Bartoszek heldur áfram að vera málsvari frelsis á Alþingi.

Haraldur Guðjónsson

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, heldur áfram að réttlæta veru sína á Alþingi, en Pawel er með traustari málsvörum frelsis á þinginu. Í Morgunútvarpinu á þriðjudag ræddi hann fyrirspurn sína til samgönguráðherra um umgjörðina um leigubílaakstur hér á landi.

Eins og flestir vita er fjöldi leyfa til leigubílaaksturs takmarkaður hér á landi og þurfa bílstjórar oft að aka svo árum skiptir í verktöku fyrir leyfishafa áður en þeir fá sitt eigið leyfi. Pawel segir leyfin gera meira ógagn en gagn, þá sérstaklega fyrir neytendur. Hann segir að takmörkun sem þessi sé eingöngu gerð fyrir þá sem séu með leyfi og koma í veg fyrir samkeppni. Þetta er augljós sannleikur og því er í raun merkilegt að ekki hafi verið fyrir löngu búið að afnema kerfið.

„Þetta er ekki eins og kvótakerfið þar sem auðlindin er takmörkuð, þarna er hindrunin augljóslega gervileg,“ segir Pawel og Hrafnarnir taka heils hugar undir þessi orð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.