*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Huginn og muninn
12. apríl 2020 09:02

Pestapó og Frostadamus

Nokkur íslensk nýyrði hafa orðið til eftir að heimsfaraldurinn skall á.

Logi Bergmann, útvarps- og sjónvarpsmaður.
Haraldur Guðjónsson

Logi Bergmann skrifaði pistil í Morgunblaðið um síðustu helgi þar sem hann varpar ljósinu svolítið á óvæntar afleiðingar heimsfaraldursins. Bendir hann á að línulegt sjónvarpsáhorf sé á uppleið með tilkomu daglegra blaðamannafunda af stöðu mála.

Logi segir að önnur afleiðing faraldursins sé að mjög sjaldgæf og lítið notuð orð séu nú orðin landanum töm og nefnir orð eins og sýnatökupinna, samkomubann, hjarðónæmi og heimsóttkví sem dæmi. Þá hafi nýyrðasmíði fengið byr undir báða vængi og nefnir Logi þessi hér: "Pestapó – Borgari sem tekur að sér að fylgjast með því að aðrir haldi fjarlægð, sóttkví, einangrun og helstu varúðarráðstafanir. Heimaferðalag – Að reyna að gera gott úr því að vera heima hjá sér. Frostadamus – Sérfræðingur sem veit meira en allir sérfræðingarnir, jafnvel þótt hann hafi ekki menntun í tilteknu fagi. Covidmágar – Menn sem hafa smitast af þeim sama. FjartíFjarpartí í myndsamtali."

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.