Nýlega var lögum um stjórn fiskveiða breytt vegna veiða á bláuggatúnfiski. Þessi breyting þýðir að hver Íslendingur ­getur sótt um leyfi til veiða á þessum verðmæta matfiski. Hrafnarnir gera fastlega ráð fyrir að Indriði G. Þorláksson verði í þeim hópi. Eins og Sigurður Már Jónsson benti nýlega á í athyglisverðri grein voru umræðurnar um þetta mál á Alþingi kostulegar og endurspegluðu víðáttumikla vanþekkingu á sjávarútvegi og verðmætasköpun.

Stjórnarandstöðuþingmennirnir ræddu fyrst og fremst um hvað ríkið gæti skattlagt veiðarnar mikið. Hæsta boðið í þeim efnum átti Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Hann taldi að ríkið ætti að rukka 10 milljarða á ári fyrir veiðileyfin. Staðreynd málsins er hins vegar að breytingar voru gerðar sökum þess að enginn kunnáttumaður í sjávarútvegi hefur séð að hægt sé að stunda þessar veiðar með hagkvæmum hætti.