*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
7. apríl 2018 10:39

Pítsuslagsíða í útboði

Í útboði Isavia vegna veitingareksturs í Leifsstöð er gerð krafa um að boðið verði upp á pítsur og salöt.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.
Haraldur Guðjónsson

Isavia, opinbera fyrirtækið sem öllu ræður á Keflavíkurflugvelli, hefur mjög ákveðnar skoðanir á matnum sem flugstöðvargestir eiga að borða. Í útboðslýsingu fyrir veitingarekstur í 100 fermetra rými stöðvarinnar er gerð krafa um að „um að viðkomandi bjóði upp á pítsur í sneiðum, fersk salöt o.fl.“

Það er alveg augljóst að Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hefur mjög einfaldan smekk, hann velur aðeins það besta … pítsur og salöt. Þessu pítsuslagsíða í útboðinu hlýtur að vera reiðarslag fyrir marga, til dæmis menn eins og Skúla í Subway. Á sama tíma hlýtur Birgir Bieltvedt í Dominos að hugsa sér gott til Gló-ðarinnar

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is