*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
25. nóvember 2017 11:09

Ragnar stimplaði sig inn

Fyrrverandi bankastjóri Iðnaðarbankans átti furðulega innkomu í þjóðfélagsumræðuna.

Aðsend mynd

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri Iðnarbankans, vakti heldur betur athygli með innleggi sínu í umræðuna um kynjamisrétti í stjórnmálum. Ragnar hefði sennilega ekki geta verið taktlausari með gagnrýni sinni á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í kjölfar þess að yfir 300 konur deildu sögum af kynferðislegu ofbeldi og áreiti og kölluðu eftir að skorin yrði upp herör gegn slíkum óhroða í íslenskum stjórnmálum.

Forsíðumynd Áslaugar á Facebook virðist hafa farið fyrir brjóstið á Ragnari og setti hann myndina í samhengi við ummæli Áslaugar um kynferðislegt áreiti. Vandséð er hvernig mynd Áslaugar tengist kynferðislegri áreiti eða hvernig prófílmyndir yfir höfuð geta einar og sér verið innlegg í umræðu um kynferðislegri áreiti. Ragnar segir að þeir sem séu í stjórnmálum eigi að geta tjáð sig um hugðarefni sín krafti tjáningarfrelsisins. Málsvarar tjáningarfrelsis geta vart kvartað yfir því að vera svarað þegar þeir bera þvælu á borð. Dæmi hver fyrir sig.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.  

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is