*

sunnudagur, 29. nóvember 2020
Huginn og muninn
28. ágúst 2016 10:09

Ragnheiður Elín og Thatcher

Stjórnmálamaður sem þarf að sannfæra aðra um að hann sé leiðtogi er enginn leiðtogi.

Haraldur Guðjónsson

Sem kunnugt er sækist Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, eftir því að leiða áfram lista sjálfstæðismanna á Suðurlandi þar sem hún er í dag oddviti.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar, fjallaði á dögunum um framboð hennar á facebook síðu sinni og hóf pistilinn á eftirfarandi orðum: „Ég heyri orðið nokkuð talað um að ráðherrann minn sé verklaus. Þessi umræða er farin að pirra mig þar sem ég veit sjálfur að þessi dómur getur ekki verið ósanngjarnari.“

Á eftir fylgir síðan um 800 orða pistill yfir verk ráðherrans á því kjörtímabili sem nú er brátt á enda, en margt af því hafði þegar birst á framboðssíðu ráðherrans. Nú er svo sem eðlilegt að aðstoðarmaður ráðherra komi yfirmanni sínum til varnar þegar hann situr undir gagnrýni.

Þessi skrif minntu Hrafnana þó eilítið á orð Margrétar Thatcher sem sagði eitt sinn; „Being a leader is like being a lady. If you have to tell people you are, you‘re not.“ Í tilfelli frú Thatcher þurfti ekki að minna menn á það hver stjórnaði ferðinni.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.