Í Viðskiptablaðinu á föstudag ræddi Óðinn glórulausar yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra og gallað launakerfi æðstu ráðamanna.

Pistillinn nefndist Ranghugmyndir forsætisráðherra, Loftleiðir og Framsókn í lífróðri.

Hér er stutt brot úr pistlinum en áskrifendur geta lesið hann hér í fullri lengd.

Ranghugmyndir forsætisráðherra, Loftleiðir og Framsókn í lífróðri

Hinn ágæti Andrés Magnússon blaðamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu á fimmtudaginn fyrir viku.

Svar Katrínar við einni spurningunni vakti sérstaka athygli Óðins.

Andrés: „Það finna all­ir að það þreng­ir að í efna­hags­líf­inu, seðlabanka­stjóri hef­ur gefið til kynna að rík­is­fjár­mál­in mættu vera hjálp­legri og …“

Katrín: „Rík­is­fjár­mál­in eru flók­in, þar sem við erum að boða breyt­ing­ar bæði á tekju- og gjalda­hlið, en það er ekk­ert ein­falt í því. Sú út­gjalda­aukn­ing, sem ein­hverj­um hef­ur orðið tíðrætt um, í hvað skyldi hún hafa farið? Jú, í heil­brigðis­kerfið, vel­ferðar­kerfið og mennta­kerfið, þau kerfi sem al­menn­ing­ur í land­inu legg­ur áherslu á að séu byggð upp og séu í lagi.“

Árið 2017 varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Nú er Óðinn ekki íslenskufræðingur, líkt og forsætisráðherra.

En ef vöxtur ríkisútgjalda er skoðaður frá því að Katrín varð forsætisráðherra þá er langur vegur frá því að ríkisútgjöldin hafi aðeins vaxið í þessum þremur málaflokkum.

Þessi ríkisstjórn hefur aukið útgjöld á öllum sviðum. Í Viðskiptablaðinu hefur þetta komið ítrekað fram á síðustu árum. Að auki hefur þessi fjáraustur í þessi þrjú kerfi ekki lagað þau.

Sami vandinn er fyrir hendi. Biðlistar, læsi ungra drengja versnar og velferðarkerfið er opið í alla enda því eftirlitið er svo veikt.

***

Forsætisráðuneyti bólgnar út

Starfsmönnum í forsætisráðuneytinu hefur til dæmis fjölgað mikið. Þeir voru 46 þegar Katrín tók við embætti og 57 árið 2019.

Þetta kann reyndar að vera hluti af velferðarkerfinu – velferðarkerfi vinstrimanna. Þar sem vinum og vandamönnum er komið fyrir í þægileg innistörf hjá ríkinu, á háum launum með mikil ferðafríðindi.

Það kom Óðni nokkuð spánskt fyrir sjónir í fyrra þegar ráðinn var sérstakur leiðtogi í sjálfbærni í forsætisráðuneytið.

Hafði forsætisráðherrann ekki heyrt af öllum undirstofnunum umhverfisráðuneytisins sem meðal annars sinna sjálfbærni? Þar sem starfa ekki nema 600 manns.

Sameina á þessar stofnanir. En það á alls ekki að hagræða strax, fækka og fólki og bæta reksturinn. Hvers vegna er þá verið að sameina?

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.