*

laugardagur, 19. september 2020
Huginn og muninn
1. ágúst 2020 11:02

Rannsókn lokið án niðurstöðu?

Yfirlýsing um að skýrslu hafi verið skilað en þið fáið ekki að sjá hana skilar litlu trausti.

Aðsend mynd

Samherji tilkynnti í vikunni að norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefði lokið rannsókn sinni á starfsemi félagsins í Namibíu. Sem kunnugt er hefur félagið meðal annars verið sakað um að hafa greitt ráðamönnum þar syðra mútur til að komast yfir réttinn til að veiða fisk í lögsögu ríkisins. Rannsóknaraðilanum var ætlað að kanna hvort einhvers staðar væri pottur brotinn í starfsemi félagsins og gera tillögur um úrbætur ef slíkar fyndust.

Hrafnarnir hafa klórað sér í kollinum yfir tilkynningunni enda hefur hún ekki að geyma helstu niðurstöðu, skýrslan fylgir ekki og yfirlýsingin sjálf er helst til rýr í roðinu. Ætla mætti að fyrirtækinu væri mikið í mun að hreinsa nafn sitt af ásökunum og gera það með eins skýrum og gagnsæjum hætti og frekast er unnt. Yfirlýsing um að skýrslu hafi verið skilað en þið fáið ekki að sjá hana skilar þar litlu.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.