*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Huginn og muninn
28. mars 2020 09:56

Stundargaman

Hugmynd úr draumlandi jafnaðarmanna fær falleinkunn hjá fyrrum þingmanni Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokki Íslands.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Aðsend mynd

Það er hægt að vinkla hlutina allavega eða sjá allt í gegnum rauðskyggðu gleraugun. Stundin birti í gær frétt um einn anga í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í baráttunni gegn heimsfaraldrinum. Snýr þessi angi að 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna nýbygginga, endurbóta eða viðhalds íbúðar- og frístundahúsnæðis. Einnig mun endurgreiðslan ná til heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis.

Fyrsti punkturinn sem Stundin dregur upp er þessi „Hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirunnar er að ýta undir að tekjulágir þrífi heimili annarra.“ Síðan er vitnað í umsögn BSRB sem gagnrýnir þessa tillögu. Hrafnarnir hafa lesið frumvarpið í þaula og með endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna ræstinga eru stjórnvöld augljóslega að reyna að ná til sem flestra — koma til móts við einstaklinga og húsfélög en ekki bara þá sem eru byggja hús eða standa í framkvæmdum við sumarbústaðinn. Úrræðið er sem sagt hugsað sem heimilisaðstoð.

Svona í ljósi gagnrýninnar er líka áhugavert að ríkisstjórnin sækir þessa hugmynd til draumalands jafnaðarmanna, Svíþjóðar. Í frumvarpinu segir: „Í Svíþjóð hefur verið farin sú leið frá árinu 2007 að veita tiltekinn skattafrádrátt til einstaklinga vegna heimilisaðstoðar (s. rot- och rutavdrag). Undir umsögn BSRB ritar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur, sem einmitt var um árabil þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.