*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
1. apríl 2019 07:22

„Réttur“ og „rangur“ félagsskapur

Það er ástæða til að hafa áhyggjur af gjánni milli ólíkra þjóðfélagshópa.

Verkfallsaðgerðum hefur verið frestað en stemmningin í aðgerðunum fyrir í mánuðinum var með eindæmum góð.
Gunnlaugur Rögnvaldsson

Hrafnarnir hafa flogið víða til að fylgjast með verkfallsaðgerðum samtaka launþega og hafa á ferðum sínum glaðst yfir „stemmningunni“ og „tilhlökkuninni“ sem einkennir allar aðgerðirnar. Sér í lagi hefur vinarþelið í samskiptum verkfallsvarða og mögulegra verkfallsbrjóta blásið hröfnunum von í brjósti. Hrafnarnir hafa nefnilega haft miklar áhyggjur af þeirri gjá sem virðist breikka hratt milli ólíkra þjóðfélagshópa.

Þessar áhyggjur vöknuðu þó á ný á dögunum þegar þeir lásu tilkynningu frá Eflingu. Þar sagði að „Efling líti svo á að verkfallið nái til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR, einnig ef einstaklingur er skráður í rangt stéttarfélag.“ Reynsla Hrafnanna er nefnilega sú að fyrst sé ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur þegar gjáin er á milli einstaklinga í „réttu“ félagi og svo hinna sem eru í „röngu“ félagi.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is