*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Huginn og muninn
9. desember 2018 11:06

Reynir síðasta púslið?

Vátryggingafélag Íslands er nú komið með þrusugott firmalið í fótbolta.

Reynir Leósson í leik með Fram.
Haraldur Guðjónsson

Greint var frá því í vikunni að Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefði fengið Skagamanninn Reyni Leósson til liðs við sig. Reynir er einn af sparkspekingum þjóðarinnar en sjálfur var hann ansi liðtækur knattspyrnumaður. Hann er alinn upp á Akranesi og lék lengst af með ÍA, en einnig Fram, Val og Víkingi auk þess að hafa reynt fyrir sér í atvinnumennsku hjá sænska liðinu Trelleborg.

VÍS er nú komið með ansi gott firmalið því hjá fyrirtækinu starfa einnig Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og Pálmi Rafn Pálmason, sem leikur með KR í dag. Þá starfa hjá VÍS þeir Kristján Finnbogason, fyrrverandi markvörður, Gunnar Örn Jónsson, sem spilaði um tíma með KR og Stjörnunni sem og Arnar Már Björgvinsson, sem lék með Fylki síðasta sumar. Þá gerði Helgi Bjarnason, forstjóri fyrirtækisins, garðinn frægan með Víkingi og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 1991.

Hrafnarnir telja að Reynir sé síðasta púslið í uppbyggingu liðsins fyrir þátttöku þess í knattspyrnumóti fjármálafyrirtækja, sem fram fer í byrjun nýs árs.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is