

Umræðan um IPA-styrki Evrópusambandsins hefur verið stórskemmtileg, þar sem gífuryrði eins og glópagull og landráð fljúga fylkinga á milli.
Fáir virðast þó hafa gert sér grein fyrir því sem Hlynur Jónsson Arndal benti á í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku, en það er að íslenska ríkið þarf að leggja fé fram á móti styrkjunum. Á móti 945 milljóna króna IPA-framlagi til tollstjóra þarf ríkið að leggja fram 1.150 milljónir.
Þegar hver króna skiptir máli í ríkisrekstrinum mega svona styrkir alveg missa sig.