Óðinn fjallar í blaðinu vikunnar um um 50 milljarðana sem renna í ríkissjóð frá Landsvirkjun, ríkisframlög til Íslandspósts, Ríkisskip og sitthvað fleira.

Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Sóun á arði

Það er hins vegar óskaplega dapurlegt að sjá hvernig farið er með arðinn í Landsvirkjun. Hann er ekki aðeins að fara í mikilvæg útgjöld heldur einnig í tóma vitleysu. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu er ríkið að niðurgreiða póstburð til fólks og fyrirtækja. Í fyrra eyddu alþingismenn 665 milljónum króna í þessa niðurgreiðslu. Árið 2021 námu niðurgreiðslurnar á þjónustunni 563 milljónum króna.

Það er auðvitað heilmikill húmor fólginn í því að fela Byggðastofnun ákvörðun um hversu miklum peningum skattgreiðenda er varið í niðurgreiðslu á rekstri Póstsins. Um það er fjallað í skýringu 5 í ársreikningi 2022:

Í samræmi við ákvörðun Byggðastofnunar, nr. Á-3/2023, þá hefur Íslandspósti verið ákvarðað endurgjald vegna hreins kostnaðar fyrir veitta alþjónustu ársins 2022, samtals 633,1 millj. kr. Til viðbótar við endurgreiðslu á útlögðum kostnaði Íslandspósts, þá er bætt við hæfilegum hagnaði til handa Íslandspósti, sbr. lög um póstþjónustu, alls kr. 31,9 millj. kr. Heildartekjur til Íslandspósts vegna alþjónustubyrði nemur því í ársreikningi um 665,0 millj. kr.

Á síðustu fjórum árum hefur ríkissjóður sett 3,2 milljarða króna inn í fyrirtæki sem afhendir fólki bréf. Helmingur fjárins er í formi hlutafjáraukningar en það er ekki með nokkrum reikningskúnstum hægt að halda því fram að það fé sé ekki glatað.

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út í gær, fimmtudaginn 9. mars 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.