*

föstudagur, 19. júlí 2019
Huginn og muninn
19. ágúst 2018 18:01

Risarnir í ferðaþjónustu

Hrafnarnir bíða spenntir eftir að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá flugfélögunum tveimur.

Haraldur Guðjónsson

Drög að fjárfestakynningu vegna fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs flugfélags Skúla Mogensen, WOW air, láku út í fyrradag. Í kynningunni er ljósi varpað á fjárhagsstöðu flugfélagsins, sem er ekkert spes, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Forsvarsmenn Icelandair hafa vafalaust andað örlítið léttar því undanfarið hafa fréttir úr flugheiminum aðallega beinst að þeim og þá á neikvæðan hátt.

Eftir að kynningin lak út á þriðjudaginn hækkaði Icelandair um 3,5% og í gær hélt félagið áfram að hækka í Kauphöllinni og endaði í tæpum 4%. Hrafnarnir fylgjast spenntir með áframhaldinu hjá þessum risum í íslenskri ferðaþjónustu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is