*

föstudagur, 16. apríl 2021
Huginn og muninn
14. mars 2021 08:12

Ritskoðun heilbrigðiseftirlitsins

Heilsuspillandi efni eru ekki allt sama tóbakið og getur það reynt fjölmiðlum dýrt að fjalla um slíkt.

Hér má sjá pakka af vindlum. Það getur verið heilsuspillandi að púa marga slíka.
Haraldur Guðjónsson

Lagasetning fámennrar þjóðar getur verið vandasamt verk og misræmi því miður algengt. Það er til að mynda allt í lagi að fjalla um söluaukningu Elko í Covid og Viðskiptablaðið gat vandræðalaust sagt frá auknum umsvifum bjórverslunarinnar Bjórland.is. Fréttablaðið fékk á móti skömm í hattinn og hótun um dagsektir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir að fjalla um viðtökur vefsins Vindlar.is. Ekki fylgir sögunni hvort Henrik hafi fengið bréf fyrir slagarann Íslenskt bagg.

Bæði áfengis- og tóbaksauglýsingar eru bannaðar með lögum en það vill svo skemmtilega til að fjölmiðlaumfjöllun um tóbak telst til slíkra nema minnt sé á skaðsemi þeirra. Til að baktryggja sig gegn slíku veseni vilja hrafnarnir minna á að fyrrnefndar þrjár verslanir selja allar vörur sem geta verið ávanabindandi og skaðlegar heilsu séu þær nýttar í óhófi. Spurning er hvort slík löggjöf stenst bann stjórnarskrár við ritskoðun.

Að lokum vilja hrafnarnir nefna nokkur orð af handahófi sem tengjast efni molans óbeint. Orðin eru skro, fínkornótt, píputóbak og pottaska.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.