*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Huginn og muninn
14. mars 2019 18:03

Róbert og Vilhjálmur

Æskuvinir sitthvoru megin við borðið hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg.

Róbert Spanó.
Ómar Óskarsson

Um fátt hefur verið rætt meira síðustu daga en dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt, sem kann að kollvarpa dómum um alla Evrópu ef minnstu formlegu frávik þykja á upphaflegri skipun dómara.

Í dómnum kennir margra grasa, bæði í áliti meirihluta og minnihluta, sem lagarefir lærðir sem leikir geta lengi velt sér upp úr, enda óvenjulangt á milli afstöðu meirihluta og minnihluta. Sérstaka athygli vekur þó sú pilla, sem dómformaðurinn Paul Lemmens sendir í minnihlutaálitinu. Þar átelur hann meirihlutann með óvenjuafgerandi hætti fyrir að bergmála pólitískt uppþot á Íslandi með langsóttum og jafnvel röngum lögskýringum, svo dómsorðið sé langt umfram tilefni.

Varla er neinum blöðum um það að fletta, að þeim orðum er beint til Róberts Spanó, sem situr í dómnum af Íslands hálfu og flestir telja að hafi ritað dóm meirihlutans. Þar er hins vegar ekki bent á hitt, sem sumum Íslendingum þykir skipta máli, að Róbert og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaðurinn sigursæli í þessu máli, eru æskuvinir.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.