Óðinn skoðar fjárlögin fyrir árið 2023 í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Fjárlögin eru gríðarleg vonbrigði en ríkisstjórnin hyggst halda áfram hallarekstri á ríkissjóði til ársins 2027. Óðinn veltir fyrir sér erindi Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum og kemur með hugmynd að stefnu nýs hægri flokks sem sumir kannast ef til vill við, en þó ekki núverandi forysta og þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Hér er hluti pistils dagsins en áskrifendur geta lesið hann í heild sinni hér. Hádegisverðurinn er jú ekki ókeypis - nema fyrir þá sem ríkið tekur reikninginn fyrir. En hann samt ekki ókeypis. Fiskverkakonan, kennarinn, bókhaldarinn og forstjórinn greiða hann - í misjöfnum hlutföllum þó þökk sé þrepaskiptu tekjuskattskerfi.

Ríkisbáknið, hallarekstur og skuldasöfnun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á mánudag. Hallinn á ríkissjóði verður 89 milljarðar króna samkvæmt frumvarpinu, en í kynningu ráðherrans segir að ríkisútgjöldin munu aukast um 79 milljarða. Það er 6,4% aukning milli ára.

Þetta er villandi framsetning hjá ráðherranum.

Staðreyndin er sú að ráðherrann hefur frá árinu 2020 ítrekað haldið blaðamannafundi til þess að kynna tímabundnar aðgerðir vegna Covid og ríkissjóður skuldsettur vegna fordæmalausra tíma. Nú er þeim tíma lokið og fráleitt að líta á heildarútgjöldin þá sem einhverja grunnlínu.

Samkvæmt kynningu fjármálaráðherra frá 30. nóvember voru 50 milljarðar í fjárlögum 2022 vegna Covid. Það skal þó tekið fram að Óðinn getur ekki sannreynt þá tölu í fjárlögunum sjálfum og fylgiritum.

En að því gefnu þá er aukning ríkisútgjaldanna á næsta ári ekki 79 milljarðar heldur 129 milljarðar milli ára.

Óðinn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, 15. september 2022.