*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Huginn og muninn
13. mars 2021 09:14

RÚV og rafrænar undirskriftir

Ekki tekst að gera fundargerðir stjórnar RÚV aðgengilegar þar sem stjórnin getur ekki skrifað undir þær.

Aðsend mynd

Lesendum Viðskiptablaðsins er barátta blaðsins frá síðasta vori, um aðgang að fundargerðum stjórnar RÚV, mögulega í fersku minni. Sú meðganga, sem lauk síðasta vor, tók alls um níu mánuði og þurfti blaðamaður að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá skjölin afhent. Þegar upp var staðið bar RÚV að veita aðgang að skjölunum og þurfti að greiða rúmlega 31 útvarpsgjald til lögmanna fyrir þjónustu þeirra.

Eftir ippon lofaði pólitískt skipuð stjórn RÚV auknu gagnsæi og að fundargerðir yrðu héðan í frá aðgengilegar á vef félagsins. Nú er staðan hins vegar sú að engar fundargerðir hafa birst þar frá september síðastliðnum.

Þegar blaðið spurðist fyrir um hverju sætti var útvarpsstjórinn Stefán Eiríksson til svara. Sökum sóttvarnaaðgerða hefur stjórnin fundað rafrænt og því ómögulegt að staðfesta fundargerðir með undirritun sinni. Rafrænar undirskriftir reyndust of kostnaðarsamar, þótt þær stöðvi ekki öll betri húsfélög, og því bíður gagnsæið eftir grænu ljósi frá sóttvarnalækni. 

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.